Hörð slagsmál í nótt – Tveir handteknir í kjölfarið

Það var ekki róleg nótt hjá lögreglunni í nótt fremur en fyrri daginn. Lögregla fékk tilkynningu um rúðubrot í strætóskýli en enginn hefur fundist vegna málsins.

Þrír voru stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum. Einn þeirra reyndist vera próflaus undir stýri og annar grunaður um vörslu fíkniefna.

Þá var tilkynnt um tvenn slagsmál, önnur fyrir utan skemmtistað en hin á ótilgreindum stað og tveir einstaklingar voru handteknir fyrir þau síðarnefndu og vistaðir í þágu rannsóknar málsins.

Auglýsing

læk

Instagram