Auglýsing

Hrannar Jón horfir á framtíðarheimili sitt brenna í Grindavík

„Þetta er hálf óraunverulegt. Við fjölskyldan erum að horfa á þetta í sjónvarpinu,“ segir Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf.

Hrannar Jón segir í samtali við Nútímann að hann hafi á undanförnum árum lagt allt sitt í glænýtt hús sem hann horfir nú á í beinni útsendingu alelda. Um er að ræða fyrsta einbýlishúsið við Efrahóp í Grindavík sem varð hrauninu að bráð. Tveggja hæða einbýlishús sem átti að vera framtíðarheimili fjölskyldunnar.

 „Ég er búinn að leggja líf mitt og sál í þetta hús síðustu tvö ár. Við ætluðum að flytja inn í það í nóvember, rétt áður en hamfarirnar dundu yfir. Við vorum að leigja á Víkurbraut 30 en það hús er að hruni komið eftir jarðskjálftanna,“ segir Hrannar Jón sem fékk að endingu húsnæði fyrir fjölskyldu sína í Garðabæ.

Hrannar Jón er staddur núna í umræddri leiguíbúð í Garðabæ ásamt konu og börnum og horfir agndofa á mestu náttúruhamfarir af völdum eldgoss sem riðið hafa yfir Ísland frá því það gaus í Vestmannaeyjum 1973.

„Ég var að reka á eftir rafvirkjanum að klára það sem var eftir í nóvember svo við gætum flutt inn. Þetta breytir að sjálfsögðu öllu því sem við höfðum séð fyrir okkur og planað,“ segir Hrannar Jón í samtali við Nútímann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing