Auglýsing

Kennslubæklingar um sæmdarkúgun unglinga seldir á samfélagsmiðlum

Glæpamenn eru byrjaðir að selja ítarlegar leiðbeiningar á samfélagsmiðlum um hvernig best sé að kúga fé út úr fólki með því að fá það til að senda af sér nektarmyndir.

BBC segir frá því að í leiðbeiningunum er kennt hvernig best sé að þykjast vera ungar konur á netinu og gabba væntanleg fórnarlömb til þess að senda viðkvæmar myndir sem svo sé hægt að nota til að kúga út úr þeim fé.

Verið er að rétta yfir manni í Bretlandi sem grunaður er um að vera meðlimur glæpasamtaka sem hefur þénað næstum 300 milljónir íslenskra króna með því að kúga pening út úr bæði fullorðnum og börnum.

Slíkur er faraldurinn að lögreglan í Bretlandi hefur varað sérstaklega við því í skólum landsins hvernig best sé að forðast að lenda í slíkri fjárkúgun.

Einnig er sagt frá því hvernig mikil aukning hefur orðið í fjölda barna sem lent hafa í klóm svikahrappa sem stunda þessa iðju frá Afríku, aðallega Nígeríu, sem gerir lögreglu mun erfiðara fyrir að klófesta þá.

Svikin lýsa sér þannig að svikahrappurinn fær unglinginn til að senda af sér viðkvæmar myndir þar sem hægt er að þekkja hann og hótar svo að senda á alla ættingja og vini og jafnvel skólafélaga ef ekki er greidd tiltekin upphæð.

Ef upphæðin er greidd heldur kúgunin áfram þar sem svikarinn veit að hægt er að kreista sífellt meiri pening út úr fórnarlambinu. Lögregla hvetur þess vegna fólk til að borga aldrei slíkum kúgurum.

Tveir breskir unglingar tóku líf sitt árið 2022 vegna slíkra hótana og hafa slíkir svikahrappar uppgötvað nýjan markað sem hefur skilað þeim háum fjárhæðum og það eru einmitt unglingar.

Unglingar eru í sérlega viðkvæmri stöðu og eru ítarlegar leiðbeiningar hvernig best sé fyrir glæpamanninn að nýta sér þann hóp.

Stundum er nóg að svara bara svikurunum eins og gerðist með Lucy, 14 ára gamla stúlku sem lenti í klóm slíkra manna á þessu ári. Lucy fékk senda mynd sem hafði verið gerð af henni með hjálp gervigreindar og henni skipað að greiða háa upphæð eða myndin yrði send á alla tengiliði hennar.

Íslenskir drengir hafa lent í klóm þessara svikahrappa og sagði Vísir frá því að kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefði fjölda slíkra mála á sínu borði þar sem íslenskir drengir lentu í slíkum svikum.

Í þessum bæklingum er að finna mjög nákvæmar leiðbeiningar um svikamylluna, allt frá því hvernig best sé að útvega leyninúmer yfir í hvernig hægt sé að gera peningana sem fást fyrir þetta órekjanlega.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing