Auglýsing

KFC torfæran fer fram um helgina – Umfjöllun

KFC torfæran fer fram um helgina en hún er að þessu sinni haldin á svæði Kvartmíluklúbbsins í Álfhellu í Hafnarfirði.

Keppnin byrjar kl. 11 að morgni 18. maí en hún verður einnig sýnd í beinni útsendingu á Youtube rás Kvartmíluklúbbsins.

Hægt er að sjá myndir af brautunum sem keppt verður í hér fyrir neðan en hægt er að kaupa miða hér en hann kostar 3.000 krónur fyrir fullorðna en börn 12 ára og yngri fá frítt inn í fylgd með fullorðnum.

Þetta er önnur umferð til Íslandsmeistara titils í torfæru en fyrsta keppni fór fram seinustu helgi á Hellu en svona er staðan hjá sérútbúnum bílum í Íslandsmótinu eftir fyrstu umferð:

Nafn Félag #1 #2 Samtals
Ingvar Jóhannesson TK 20 0 20
Þór Þormar Pálsson BA 17 0 17
Páll Jónsson TK 15 15
Guðlaugur Sindri Helgason START 12 0 12
Finnur Aðalbjörnsson BA 10 10
Ingi Már Björnsson TK 8 0 8
Andri Már Sveinsson TK 6 0 6
Bjarnþór Elíasson START 4 0 4
Skúli Kristjánsson AÍNH 2 0 2
Þórður Atli Guðnýjarson AÍNH 1 1

 

Stöðuna í flokki sérútbúinna götubíla má svo sjá hér:

Nafn Félag #1 #2 Samtals
Brynjar Jökull Eliasson START 20 0 20
Haraldur Már Guðmundsson BA 17 17
Finnur Bárðarson AÍNH 15 0 15

 

Veðurspá er góð fyrir helgina eins og sjá má og ætti enginn að láta þetta framhjá sér fara og mæta í góða veðrinu með góða skapið.

Veðurspáin fyrir keppnina er frábær

 

Hér má svo sjá myndir af þrautunum sem keppendur munu spreyta sig á en það var Valdimar Geir Valdimarsson sem á heiðurinn af þeim.

 

Fyrsta þraut

Önnur þraut

Þriðja þraut

Fjórða þraut

Fimmta þraut

Sjötta þraut

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing