Auglýsing

Landeyjahöfn full af sandi: Siglt frá Þorlákshöfn

Ekki er hægt að sigla frá Landeyjarhöfn næstu daga, og mögulega vikur, vegna þess hve lítið dýpi er á svæðinu. Það verður því siglt til og frá Þorlákshöfn fram yfir jól þar til annað verður tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi.

„Dýpi í Landeyjahöfn var síðast mælt 12.desember sl. og mældist það lítið, eða um 3.5 metrar. Miðað við það dýpi getur Herjólfur aðeins siglt þangað þegar ölduhæðin er lág og sjávarstaða há. Ekki hefur tekist að mæla dýpið síðan 12.desember vegna hárrar ölduhæðar í Landeyjahöfn þar sem ekki er hægt að mæla dýpi með góðu móti nema að aldan sé undir 2 metrum,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir enn fremur að dýpkunarskip geti ekki dýpkað í Landeyjahöfn ef alda er yfir 1.5 metrum og því hafi ekki verið hægt að dýpka þar síðustu daga og ölduspá gæfi til kynna að einhvað sé í að dýpkunarstörf geti hafist.

Dýpkunarskip getur ekki dýpkað í Landeyjahöfn ef alda er yfir 1.5 metrum og því hefur ekki verið hægt að dýpka þar síðustu daga og ölduspá gefur til kynna að einhvað sé í að dýpkunarstörf geti hafist.

„Herjólfur siglir því til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Við komum til með að upplýsa viðskiptavini okkur um gang mála í Landeyjahöfn þegar við höfum frekari upplýsingar.“

Brottfarir frá Vestmannaeyjum eru klukkan 07:00 og 17:00 Brottfarir frá Þorlákshöfn eru klukkan 10:45 og 20:45.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing