Lögregla kölluð tvisvar út vegna heimilisofbeldis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í tvígang kölluð út vegna heimilisofbeldis frá klukkan 17:00 til 05:00 í morgun. Þetta kemur fram í dagbók embættisins. Útköllin bárust inn á borð lögreglustöð eitt eins og hún er kölluð en starfssvæði nær yfir austurbæ, vesturbæ og miðborg Reykjavíkur auk Seltjarnarness.

Þá var sextán ára ökumaður stöðvaður af lögreglumönnum á lögreglustöð 3 sem sér um Kópavog og Breiðholt.

Lögreglustöð 4, sem sér um Grafarbog, Árbæ og Mosfellsbæ, fékk tilkynningu um þjófnað í búningsklefa sundlaugar en ekki er frekar greint frá málavöxtum í dagbókinni.

Auglýsing

læk

Instagram