Bandaríski uppistandarinn Mark Normand var með uppistand á Íslandi í Háskólabíó á dögunum og vakti mikla lukku meðal áhorfenda.
Húmor hans, sem einkennist af kaldhæðni og óþægilegum sannleika, féll greinilega vel í kramið hjá íslenskum áhorfendum en uppselt var á sýninguna.
Normand er þekktur fyrir að vera óheflaður og skýtur á viðkvæm málefni án þess að hika.
Hann fór um víðan völl, gerði grín að bandarískri menningu, kynþáttafordómum, transmálefnum og jafnvel íslenskum matarvenjum.
Hægt er að sjá brot úr uppistandinu hér fyrir neðan.