Auglýsing

Meðferðardeild Stuðla lokað í fjórar vikur – Mörg líf í húfi segir þingmaður

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi fengið staðfest að meðferðardeild Stuðla muni verða lokað í fjórar vikur í sumar eða frá 10. júlí til 8. ágúst.

Stuðlar eru meðferðarstofnun fyrir börn og unglinga sem eiga meðal annars við hegðunar- og fíknivanda að stríða og hafa margir fengið dýrmæta aðstoð þar sem hefur bjargað lífum.

Sigmar segir þetta vera enn eina birtingarmynd þess hversu brothætt þjónusta hér á landi sé fyrir fólk á öllum aldri sem glími við fíknisjúkdóma.

Hann ítrekar að stofnanir eins og Stuðlar geti verið munurinn á hvort manneskja lifir eða deyr og það sé með öllu óásættanleg að slíkar stofnanir séu svo fjársveltar að þær þurfi að loka yfir sumartímann.

Sigmar segir að þetta geri ekkert nema á enn frekar á vanda sem þó var mikill fyrir en með þessu lengjast biðlistar enn frekar og þykja þeir nógu langir fyrir og álag eykst á starfsfólk og kerfið sjálft.

Þingmaðurinn segir að lokum að slíkar stofnanir eigi að vera opnar allt árið um kring, án undantekninga.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing