Auglýsing

Samfélagsmiðlar loga vegna opnunar Bláa lónsins: „Þetta er galið“

Nútíminn greindi frá því í morgun að Bláa lónið opnar allar sínar rekstrareiningar í Svartsengi í dag – allt frá lóninu sjálfu yfir í hótel og verslanir. Fjöldi ferðamanna sem staddir eru á landi hoppa eflaust hæð sína enda hefur þessi vinsælasti ferðamannastaður landsins verið lokaður frá því síðasta gos hófst. Ekki eru þó allir sáttir því íbúar í Grindavík eru vægt til orða tekið brjálaðir yfir þessu.

„Ef þetta er staðan, að Bláa lónið er virkilega að fara að opna, þá kviknar í öllu hérna í bænum.“

„Á Íslandi ráða sérhagsmunir, ekki hagsmunir almennings,“ skrifar einn í Facebook-hóp íbúa Grindavíkur og annar segir „græðgin er í Bláa lóninu.“

Þá ræðir Morgunblaðið við Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóra flutingafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Hann er ekki sáttur og segir allt brjálað.

Bláa lónið opnar í dag: Von á hundruðum gesta

Samfélagsmiðlar loga…

„Þetta er galið. Algjörlega galið. Á meðan við fáum ekki að fara inn í bæ og opna fiskvinnslufyrirtæki og önnur fyrirtæki sem hægt er að opna, þá er Vegagerðin tilbúin með hönnun og farin að ryðja nýjan Bláa lóns veg rétt eftir eldgos og þar sem landrisið er mest. Ef þetta er staðan, að Bláa lónið er virkilega að fara að opna, þá kviknar í öllu hérna í bænum. Það er allt brjálað. Fólk er orðið meira en brjálað.“

Ljóst er að Jón Gunnar, sem er íbúi í Hóphverfi í Grindavík, er ekki sá eini sem deilir þessari skoðun. Íbúar eru reiðir og hafa margir skundað inn á samfélagsmiðla til þess að láta þá reiði í ljós eins og fram kemur hér að ofan.

„Svo mikið rugl“ skrifar ein og undir það taka aðrir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing