„Öryggisleysi stór ástæða skautunar í samfélaginu“

Steinunn Ólína forsetaframbjóðandi, var gestur í þættinum Spjallið með Frosta Logasyni. Hún var spurð út í aukna skautun í samfélaginu og hvort hún fyndi fyrir auknu ósætti og meiri reiði meðal fólks en áður. Steinunn Ólína var sammála því og sagði að hún teldi stóra ástæðu fyrir þessu vera mikið öryggisleysi sem fólk er að upplifa.
„Við getum ekki verið upp á okkar besta, í fullkomnu jafnvægi, ef við höfum ekki trygga jörð undir fótunum.“

Steinunn Ólína segir að þegar slíkt ástand ríki sé aukinn ótti og kvíði í fólki og að slíkar tilfinningar brjótist oft út í reiði sem einhverskonar varnarviðbrögð og að hún telji það skýra að hluta til þá auknu reiði sem margir finni fyrir í samfélaginu.

Frosti spyr hana einnig út í miklar verðhækkanir og lækkandi lífskjör í því velmegunarsamfélagi sem Ísland vilji kalla sig og segir hún að það sé bæði mjög dýrt og erfitt að vera fátækur á Íslandi og að við eigum að hætta að reyna stöðugt að ávinna okkur virðingu annarra þjóða og hugsa fyrst og fremst vel um alla þá sem hér búa.

Hér fyrir neðan er stutt brot úr viðtalinu en ef þú vilt horfa og hlusta á allt viðtalið þá getur þú gert það með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram