Auglýsing

Óttast að Jón hafi verið myrtur: Kafarar leita í almenningsgarði

Heimildir írska miðilsins Dublin Live herma að Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf fyrir fimm árum síðan, hafi verið myrtur og lík hans falið í almenningsgarði í borginni. Þetta kemur fram í frétt miðilsins frá því í gær en heimildir herma einnig að Jón Þröstur hafi verið að hitta einhvern í almenningsgarðinum til þess að fá aðgang að lánsfé. Hann hafi tapað mörg þúsund evrum í póker og því verið á höttunum eftir meiri fé.

Sá fundur hafi endað illa – endað með því að Jón Þröstur var myrtur og líki hans hent í stöðuvatn sem er í umræddum almenningsgarði í Santry, norðurhluta Dublin. Heimildarmenn Dublin Live eru sagðir lögreglumenn en þeir segja að Jón Þröstur hafi tapað þúsundum evra í póker rétt áður en hann hvarf. Þá eru nafnlausar ábendingar sem lögreglunni í Dublin bárust sagðar gefa til kynna að líkamsleifar hans væri að finna í garðinum.

„…hann hafði dvalið á Bonnington-hótelinu þar sem planið var að taka þátt í pókermóti ásamt kærustu sinni.“

„Þetta voru nægar upplýsingar til þess að við gætum hafið leit,“ sagði heimildarmaður Dublin Live. Þá segir að ábendingarnar sem bárust lögreglu hafi einnig verið sendar á prest í borginni. Leit að Jóni Þresti hófst í gær og mun halda áfram í dag. Miðillinn segir leitina beinast að tveimur svæðum – þau eru þekkt undir nafninu Santry Demesne. Annað er skógi vaxið svæði en hitt er djúpt stöðuvatn í garðinum – lögreglumenn segja það þýða að líkamsleifar hans hafi annað hvort verið falin í grunnri gröf eða í vatni.

Óttast það versta

Sérstök teymi frá lögreglunni taka þátt í leitinni en það eru sérhæfðir kafarar ásamt lögreglumönnum sem ganga um svæðið með sérþjálfaða leitarhunda. Þá kemur fram í fréttinni að þó svo að mál Jóns Þrastar falli undir „hvarf einstaklings“ að þá óttist lögreglan nú það versta.

Síðast sást til Jóns Þrastar í Whitehall-hverfinu í Dublin klukkan 11:00 laugardaginn 9. febrúar árið 2019 en hann hafði dvalið á Bonnington-hótelinu þar sem planið var að taka þátt í pókermóti ásamt kærustu sinni. Höfðu þau bókað 10 daga dvöl í Dublin.

„Fjölskylda Jóns hefur haldið áfram leit sinni undanfarin fimm ár,“ segir talsmaður lögreglunnar sem bætir við að yfir 270 ábendingar og rannsóknir hafa verið gerðar. Þá hefur lögreglan yfirfarið margra klukkutíma langar upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing