Sjáðu nýja heimildarmynd um Magnús Ver Magnússon

Flestir Íslendingar kannast við Magnús Ver Magnússon en hann varð fjórum sinnum sterkasti maður heims.

Youtube rásin Big Loz Official hefur gert frábæra heimildarmynd um Íslendinginn sterka og er þar farið yfir víðan völl.

Ferill Magnúsar er skoðaður og farið er yfir æsku hans snögglega ásamt því hvernig hann leiddist út í aflraunir.

Nútíminn vill ekki spilla of miklu af myndinni en hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram