Spyr hvort Íslendingar á Spáni kunni ekki að keyra

Fjörug umræða myndaðist í Facebook hópnum Íslendingar á Spáni. Kona ein spyr þar hvort verið geti að Íslendingar  viti ekki hvernig nota eigi hringtorg á Spáni. Hún bendir á að ólíkt íslensku reglunni þá eigi ytri hringur réttinn í hringtorgum þar í landi.

Hún segir að 3 sinnum hafi verið ekið í veg fyrir hana úr innri hring og spyr á gamansaman hátt hvort landar sínir séu að reyna að aka sig niður þar sem hana gruni að um Íslendinga sé að ræða.

Svo virðist sem margir viti ekki af þessari reglu því einn segist margoft hafa reynt að segja fólki til um þetta en að honum sé einfaldlega ekki trúað.
Þó nokkrir viðurkenna upp á sig að hafa ekki vitað af þessari reglu í fyrstu og sumir segjast hafa lent í veseni vegna þessa.

Ekki eru allir sem taka þátt í umræðunni sammála um hvað sé rétt í þessum málum og eru umræðurnar ansi líflegar á köflum. Allir eru þó sammála að þarna sé um mikilvægt öryggisatriði sé að ræða.

Skjáskot úr umræðunni má sjá hér fyrir neðan en hægt er að skoða umræðuna í heild sinni á Facebook síðu hópsins.

Auglýsing

læk

Instagram