Takast á um ágæti Bitcoin

Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá, og Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assests komu í þáttinn Spjallið með Frosta Logasyni og tókust á um kosti og galla Bitcoin rafmyntarinnar.

Daði segir að margir sem hafi talað Bitcoin niður í gegnum tíðina hafi skipt um skoðun eftir að hafa kynnt sér rafmyntina betur.

Í kjölfarið spyr stjórnandi Þórð hvort það segi ekki ákveðna sögu að Larry Fink, forstöðumaður Blackrock fjárfestingasjóðsins, sem er einn sá stærsti í heiminum, hafi skipt um skoðun á Bitcoin eftir að hafa verið andvígur rafmyntinni í upphafi.

Þórður svarar því að í raun svari það ekki öðru en að Fink sjái að þarna sé ört stækkandi markaður og að hann vilji einfaldlega sneið af kökunni. Hann segir að auðvitað sé það rétt að ef menn halda áfram að kaupa Bitcoin þá hækki verðið en hann segir eiginleika Bitcoin vera aðallega þann að hann eigi að viðhalda verðmæti.

Daði segir eiginleika kerfisins það sem sé virðið í gjaldmiðlinum, alveg eins og var með gull á sínum tíma. Fólk sæki í Bitcoin vegna eiginleika gjaldmiðilsins. Hann segir byrjun gulls svipaða og byrjun Bitcoin og að alls ekki allir hafi verið sammála um ágæti gulls í byrjun.
„Staðreyndin er sú að það eru mjög fáir í heiminum sem hugsa um Bitcoin með þessum hætti, en þeim er sífellt að fjölga.“

Hann segir Bitcoin trausta „macro“ eign sem sé gott mótvægi við veikan skuldabréfamarkað en ítrekar að hann sé alls ekki að segja að menn eigi að setja allt sitt í Bitcoin heldur sé Bitcoin verðmætast sem hluti af eignasafni því það hreyfist öðruvísi en annað.

Aðspurður hvort þetta sé ekki vel rökstutt hjá Daða svarar Þórður að honum finnist það ekki. Þetta sé bara vel rökstutt að því leyti að þarna séu svokölluð „bandwagon effects“. Hann segir Bitcoin ekki notuð í nein viðskipti nema getgátur og myndi aldrei nýtast sem alheims gjaldmiðill.
„Þá má ekki gleyma því að kostnaður við kerfið er mjög mikill. Flest möt eru á bilinu 0.5 til 1 prósent af orkunotkun heimsins.“

Þórður segir verðmæti orkunnar sem fer í að viðhalda kerfinu valda því að Bitcoin hafi neikvætt „cashflow“.

Daði og Þórður skiptast á skoðunum í góðan tíma í þessu myndbroti og hér fyrir neðan er stutt brot úr viðtalinu en ef þú vilt horfa og hlusta á allt viðtalið þá getur þú gert það með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast.

 

Auglýsing

læk

Instagram