Taylor Swift flaug 7 sinnum kringum jörðina á einkaþotum sínum árið 2023. Hvetur aðra til að passa upp á umhverfið

Poppstjarnan Taylor Swift er líklega vinsælasti tónlistarmaður veraldar um þessar mundir. Hún hefur verið í eldlínunni undanfarna daga eftir að samantekt var birt á netinu sem sýnir allar flugferðir sem einkaþotur hennar ferðuðust árið 2023.

Swift hefur sjálf lengi talað um hversu mikilvægt sé að berjast gegn loftslagsbreytingum í heiminum og hversu hættulegar þær eru, sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún var svo útnefnd manneskja ársins 2023 af tímaritinu Time.

Þrátt fyrir þetta hefur það vakið mikla reiði margra sem gagnrýna Swift fyrir óhóflega notkun á einkaþotum sínum en mengun frá slíkum þotum er mun meiri en frá einkabílum.

Hún var útnefnd „mesti mengunarvaldur fræga fólksins“ í Daily Mail 2022 sem segir að allt stefni í að hún haldi titlinum fyrir árið 2023.

Swift ákvað svo í lok janúar á þessu ári að selja aðra einkaþotuna sína og hefur nú einungis eina slíka til umráða.

Háskólaneminn Jack Sweeney hefur haldið úti vefsíðu á samfélagsmiðlinum X þar sem hægt er að fylgjast með öllum ferðum einkaþotunnar, en slíkar upplýsingar eru fáanlegar fyrir almenning og svo dæmi séu nefnd er einnig til slík síða tileinkuð milljarðamæringnum Elon Musk, eiganda X.

Swift hefur hótað nemanum lögsókn vegna þessa en síðan er enn uppi og engin slík málsókn hefur átt sér stað enn sem komið er.

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir allar ferðir sem einkaþotur Swift fóru árið 2023 en heildarkílómetrafjöldi sem þær ferðuðust var um 286.000 kílómetrar, eða sem svarar sjö ferðum kringum jörðina og er reiknaður útblástur út frá því um 1.200 tonn af koltvísýringi.

Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Instagram