Auglýsing

„Það er nauðsynlegt að þessir drengir finnist sem fyrst“

Edda Björk Arnardóttir, móðir þriggja drengja sem var rænt frá Noregi og þeir fluttir ólöglega hingað til lands með einkaflugvél, var handtekin af lögreglunni í gær og verður hún brátt framseld til Noregs.

„Til dæmis með „statusnum“ eða myllumerkinu; „Drengirnir eru hjá mér“ eða álíka…

Lögmaður föðurs drengjanna, Leifur Runólfsson, hefur áhyggjur af drengjunum en þeir voru ekki með móður sinni þegar hún var handtekinn. Einhver fullorðinn er í þessum skrifuðu orðum að brjóta íslensk hegningarlög með því að fela þá.

Varar við villa um fyrir lögreglu

„Þá verður að hafa í huga að lögreglan í Noregi hefur óskað eftir því að móðir verði framseld til Noregs og það ekki að ástæðulausu,“ segir Leifur í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum.

„Það er nauðsynlegt að þessir drengir finnist sem fyrst. Þá ber að geta þess að fólk sem er með þessa drengi í sinni umsjón er að brjóta íslensk hegningarlög og það má búast við að fá á sig kæru vegna þess,“ segir Leifur og varar fólk við því að reyna að villa um fyrir yfirvöldum.

„Til dæmis með „statusnum“ eða myllumerkinu; „Drengirnir eru hjá mér“ eða álíka – sem er ekki síður alvarlegt og saknæmt athæfi. Með vísan til framangreinds og að endingu myndi undirrtaður því vilja biðla til almennings sem hafa einhverju vitneskju um dvalarstað drengjanna að hafa samband við lögreglu.“

Yfirlýsingin í heild sinni:

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing