Þúsundir Íra mótmæla stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum

Þúsundir Íra voru samankomnir í Dublin, höfuðborg Írland, til að mótmæla því sem þau kalla taumlausum og stjórnlausum innflutningi á flóttafólki og hælisleitendum.

Mikill straumur flóttamanna og hælisleitenda hefur legið til Írlands undanfarna mánuði og er búist við að hann muni aukast til muna eftir að Bretar tilkynntu áætlun sína að senda flesta sem þangað leita til Rúanda.

Þeir sem fremstir fóru í mótmælunum báru skilti sem á stóð „Newtown says no“, sem er tilvitnun í bæinn Newtown þar sem mótmæli hafa einnig staðið yfir vegna óánægju með hælisleitendur sem sendir hafa verið þangað.

Svipuð skilti eru sjáanleg með nöfnum fleiri bæja þar sem álíka atburðir hafa átt sér stað.

Fólkið sem rætt er við segir margt að það sé ósátt við að fá á sig stimpil öfgafólk eða kynþáttahatarar, heldur sé það að mótmæla að fólk geti komið til landsins án skilríkja en fái þrátt fyrir það aðstoð sem ekki er í boði fyrir heimafólk.

Hægt er að sjá myndband sem tekið var af mótmælanda hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram