Auglýsing

Tveir handteknir í miðbæ Reykjavíkur: Einn sparkaði í bifreið en hinn sló dyravörð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að aðstoða dyraverði í miðbæ Reykjavíkur í nótt en óskað var eftir aðstoð að skemmtistað þar sem aðili hafði slegið dyravörð. Var sá handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Aðeins mínútu seinna fékk lögreglan aðra beiðni um aðstoð en þá var tilkynnt um mann sem var í „tökum dyravarða“ eins og það er orðað í dagbók lögreglunnar. Hann hafði neitað að yfirgefa skemmtistað en fyrir utan staðinn hafði hann svo sparkað í bifreið í ölæði. Maðurinn var handekinn og fluttur á lögreglustað þar sem hann var sömuleiðis vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þrír þeirra voru að aka bifreið án gildra ökuréttinda en sá fjórði var með skírteinið en grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá var laus eftir hefðbundið ferli.

Þá var einn einstaklingur svo ofurölvi að ekki var hægt að koma honum heim til sín „þrátt fyrir tilraunir“ og gistir hann fangageymslur þar til hann getur séð um sig sjálfur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing