Auglýsing

Viðtalið við Sölva Tryggvason í heild sinni: „Maður verður samt að segja hlutina eins og þeir eru“

„Það sem gerist eftir að ég er sakaður um þennan glæp að þá koma fram ásakanir frá konum og ég hef aldrei tjáð mig um hvað gerðist á milli mín og þeirra og ég fjalla ekki einu sinni um það í bókinni,“ segir Sölvi í viðtali við hlaðvarpsþáttinn Götustráka. Þátturinn, sem hingað til hefur aðeins verið aðgengilegur á hlaðvarpsveitunni Brotkast, hefur nú verið birtur í heild sinni á YouTube-síðu veitunnar.

„Ég ætla ekki að gera þeim það sem þær gerðu mér. Þeirra saga hefur heyrst opinberlega,“ segir Sölvi sem fer um víðan völl í viðtalinu og ræðir meðal annars yfirheyrsluna sem hann fór í á sínum tíma þegar umræddar ásakanir urðu að kærum.

Kærustuparið Esther Kaliassa, innanhúshönnuður og Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður.

„Það var mjög skrítið að vera mættur í yfirheyrslu. Ég var hættur að treysta lögreglunni á þessum tímapunkti af því að samfélagið var orðið svo skrítið. Ég held líka að það hafi ekki verið tilviljun að það voru tvær konur sem yfirheyrðu mig. Það var sumt í þessum yfirheyrslum sem var mjög skrítið. Ég sá það þegar ég fékk að lesa. Yfirheyrslurnar yfir þessum konum. Það var nánast verið að hrósa þeim fyrir að hafa mætt og peppa þær upp og það er ekki hlutverk lögreglunnar,“ segir Sölvi sem vill ekki leika eitthvað fórnarlamb.

„Maður verður samt að segja hlutina eins og þeir eru,“ segir Sölvi sem var einn af vinsælli fyrirlesurum hjá fyrirtækjum og stofnunum áður en hann var ásakaður um þennan hrottalega glæp – glæp sem annar maður var dæmdur fyrir.

Einlægt og opinskátt viðtal við Sölva má nálgast á Brotkast en nú einnig í fullri lengd á YouTube-síðu hlaðvarpsveitunnar og hér fyrir neðan…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing