300 dalir dugðu ekki í 20 klukkustundir á Íslandi: „Eitt dýrasta land í heimi fyrir ferðamenn”

Auglýsing

Samfélagsmiðlastjarnan Nuseir Yassin sem birtir myndbönd á Youtube undir nafninu Nas Daily ferðaðist til Íslands í júní og hefur verið duglegur að birta myndbönd héðan. Í nýjasta myndbandi sínu, sem má sjá neðst í fréttinni, fjallar hann um verðlagið hér á landi.

Nas hitti systur sína á Íslandi en hún eyddi 20 klukkustundum hér. Hann sýnir á einni mínútu hversu miklu hún þurfti að eyða á þessum stutta tíma. Hún hefur 300 dali eða rúmar 30 þúsund krónur til þess að eyða.

Sjá einnig: Þekktur bloggari lofsamar Ísland í nýju myndbandi

Nas nefnir að rúta til að skoða borgina kosti 40 dali, hádegismatur kosti 30 dali og að til þess að fara í Bláa lónið þurfi hún að borga 100 dali. Það hafi ekki verið séns fyrir hana að kaupa sér nein föt vegna þess að þau hafi öll verið of dýr.

Auglýsing

Það sem vakti mesta athygli Nas voru dósir með fersku íslensku lofti sem kostuðu 5 dali. „Þetta er ástæðan fyrir því að 20 klukkutíma stopp getur gert þig gjaldþrota.”

Sjá einnig:Jóna og Gunnar hættu saman þegar þau komust að því að þau eru skyld: „Ekki byrja að hitta frændfólk þitt!“

Rúmlega ein og hálf milljón manns hafa horft á myndbandið og flestir sem tjá sig um það í athugasemdum eru gáttaðir á verðlaginu. Haseeb Alam Orakzai segir að hann hafi orðið mjög heillaður af landinu eftir að hafa fylgst með ferðalagi Nas en þetta myndband hafi gert það að verkum að honum langi ekki lengur að heimsækja landið.

Horfðu á myndbandið

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram