Auglýsing

93 prósent Íslendinga nota Facebook

Nánast allir Íslendingar eru á Facebook en samkvæmt niðurstöðum í könnun MMR á samfélagsmiðlanotkun landsmanna eru 93 prósent Íslendinga sem nota miðilinn. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 22. mái á þessu ári en þar kom einnig í ljós að um tveir af hverjum þremur Íslendingum nota Snapchat reglulega.

Íslendingar eru einnig virkir á öðrum samfélagsmiðlum en um 66 prósent nota YouTube reglulega, 51 prósent Spotify og 45 prósent Instagram. Miðað við könnun MMR frá árin 2016 hefur talsverð aukning orðið á notkun samfélagsmiðla á meðal landsmanna.

Mesta aukningin hefur verið á notkun tónlistarveitunnar Spotify en notkunin hefur hækkað um 23 prósentustig á þessu tveggja ára tímabili. Einnig má sjá töluverða aukningu á notkun Snapchat og Instagram. Snapchat notkun hefur hækkað um 15 prósentustig en Instagram notkunin um 14.

Í niðurstöðunum kom í ljós að konur voru líklegri til þess að nota Facebook, Snapchat og Instagram á meðan hærra hlutfall karla sagðist nota Youtube og Spotify. Notkun samfélagsmiðla fór minnkandi með auknum aldri en um 81 prósent svarenda úr hópi 68 ára og eldri sögðust nota miðilinn reglulega.

Stuðningsfólk Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins var líklegra til þess að segjast nota Snapchat reglulega á meðan stuðningsfólk Pírata og Viðreisnar var líklegast til að segjast nota Youtube, Spotify og Instagram. Lítill munur var á notkun Facebook eftir stjórnmálaskoðunum.

Niðurstöðurnar úr könnun MMR á samfélagsmiðlanotkun má sjá í heild sinni hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing