94 prósent af þeim sem kaupa vændi á Íslandi eru íslenskir karlmenn

Auglýsing

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær kemur fram að 94 prósent þeirra einstaklinga sem kaupa vændi á Íslandi séu íslenskir karlmenn. Hin sex prósentin séu erlendir karlmenn.

Sjá einnig: Vændiskonur í Reykjavík nota íslensk dagblöð til að sanna veru sína hér á landi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt aukinn kraft í rannsóknir mála er snúa að skipulagðri brotastarfsemi undanfarið. Mansal og vændi eru ein birtingarmyndin en í nýrri samantekt embættisins sem snýr að mansali og vændi mátti lesa um mikla fjölgun kynferðisbrota í umdæminu í maí. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ástæður þess megi rekja til áherslna lögreglunnar er taka til vændismála.

Kaup á vændi sem lögreglan tók fyrir voru alls 17 í maí og 21 í júní. „Allt árið í fyrra voru brotin 9, en þetta árið hefur embættið haft meiri mannafla og tíma til að takast á við málaflokkinn og tölurnar endurspegla það. Þess má jafnframt geta að vændismálin eru samtals 48 það sem af er árinu 2019,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Auglýsing

Meðalaldur þeirra karlmanna sem kaupa vændi hér á landi er 41 ár. Þeir einstaklingar sem stunda helst vændi hér á landi eru hinsvegar erlendar konur.

„En sumar þeirra virðast koma hingað ítrekað þessara erinda. Mansalsmál eru sömuleiðis til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en þau eru þung í vöfum og taka langan tíma. Hér, líkt og á Norðurlöndunum, eru fá mál sem fara alla leið í kerfinu, en það kann að breytast þegar fram líða stundir,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Kjúklinga Alfredo Pizza

Spaghetti Carbonara

Instagram