Áfallateymi tók á móti farþegum úr flugi Icelandair – Farþegar öskruðu og grétu

Áfallateymi  tók á móti farþegum úr flugi Icelandair frá Billund til Keflavíkur síðdegis í gær. Mikil ókyrrð var í fluginu og þáðu fjórir farþegar vélarinnar aðstoð frá teyminu eftir lendingu. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

Farþegi sem Vísir.is ræddi við sagðist í samtali við vefinn hafa velt því fyrir sér hvort þetta yrði hans síðasta stund en bæði grátur og öskur heyrðust í vélinni þegar lætin stóðu yfir.

Sjá einnig: Icelandair hætt að bjóða upp á baguette með skinku og osti: „Eina sem ég borðaði í flugi með þeim“

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfesti í samtali við Vísi að mikil ókyrrð hafi verið í umræddri flugferð. „Það skapar auðvitað vanlíðan og ótta,“ sagði Guðjón.

Auglýsing

læk

Instagram