Auglýsing

Alan Alda greindist með Parkinsonsjúkdóminn

Stórleikarinn Alan Alda greindi frá því að hann væri með taugahrörnunarsjúkdóminn Parkinson í sjónvarpsþættinum CBS This Morning í dag að því er kemur fram í frétt BBC.

Alda, sem er 82 ára, greindist með sjúkdóminn fyrir þremur og hálfu ári en þetta er í fyrsta skipti sem hann talar opinberlega um veikindi sín.

„Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu núna er að hef lifað góðu lífi síðan ég greindist með sjúkdóminn fyrir þremur og hálfi ári“

Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á þær taugafrumur í heilanum sem stjórna hreyfingu samkvæmt vefsíðu Parkinsonsamtakanna. Augljósustu einkenni parkinsonsjúkdómsins eru tengd hreyfingu eins og skjálfti, vöðvastífleiki og hægar hreyfingar en önnur einkenni sem ekki tengjast hreyfingu eru helst svefntruflanir, verkir og þreyta og andleg vanlíðan eins og þunglyndi og kvíði.

Alda er þekktastur fyrir leik sinni í sjónvarpsþáttunum M*A*S*H sem sýndir voru á árunum 1972 til 1983 en seinna sló hann í gegn í hlutverki sínu sem þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Arnold Vinick í þáttunum vinsælu The West Wing. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir myndina The Aviator árið 2005.

Leikarinn Michael J. Fox greindist með Parkinsonsjúkdóminn árið 1990 þá aðeins 30 ára að aldri en hann stofnaði sjóð í sínu nafni til að fjármagna rannsóknir og reyna að vinna lækningu við sjúkdómnum.

Fyrr á þessu ári greindi tónlistarmaðurinn vinsæli Neil Diamond frá því að hann væri hættur tónleikaferðum eftir að hafa greinst með Parkinsonsjúkdóminn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing