Auglýsing

Alþýðufylkingin vill fá umboð frá Guðna forseta, fengu 575 atkvæði í kosningunum

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, vill að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veiti flokknum umboð til myndun utanþingsstjórnar til að kom á jafnvægi og auknum jöfnuði í íslensku samfélagi.

Þetta kemur fram í opnu bréfi Þorvaldar til forsetans í Fréttablaðinu í dag en Viðskiptablaðið greinir frá.

Alþýðufylkingin hlaut 575 atkvæði í Alþingiskosningunum eða 0,3% atkvæða og komst því ekki inn á þing. Það var nokkur bæting frá árinu 2013 en þá hlaut flokkurinn 118 atkvæði.

Í bréfinu segir að flokkurinn hafi komið til nýliðinna kosninga með ítarlega stefnuskrá, fjögurra ára áætlun, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagssins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega.

Þá segir Þorvaldur að aðrir flokkar hafi ýmist sett fram óljósar og samhengislausar hugmyndir eða séu beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún „geti haldið áfram að raka saman góða á kostnað alþýðunnar,“ skrifar hann.

Þess vegna geti flokkar ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, „enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra,“ segir einnig í bréfinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing