Amabadama vakti athygli á kynferðisofbeldi á Þjóðhátíð

Amabadama kom fram í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í Eyjum í gær.

Hljómsveitin vakti athygli á kynferðisofbeldi með því að birta á sviðinu gulu og appelsínugulu myndirnar sem fólk hefur sett á Facebook til að sýna að það þekki einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi eða hefur sjálft orðið fyrir slíku ofbeldi.

Ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, að gefa fjölmiðlum engar upplýsingar um kynferðisbrot sem koma upp í Eyjum, hefur verið afar umdeild.

Lögreglan hefur aðeins gefið fjölmiðlum upplýsingar um önnur brot.

Annars voru áhorfendur í dalnum ánægðir með Amabadömuna.

Auglýsing

læk

Instagram