Auglýsing

Andlát sambýlisfólks í heimahúsi í Bolungarvík ekki talið saknæmt

Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að andlát tveggja einstaklinga á sjötugsaldri í Bolungarvík í síðasta mánuði hafi borið að með saknæmum hætti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni á Vestfjörðum sem var birt í dag.

Þar kemur fram að réttarlæknisfræðileg rannsókn hafi farið fram á hinum láta, að ósk lögreglu, en um er að ræða lið í rannsókn á tildrögum andlátanna.

„Fyrir liggja bráðabirgðaniðurstöður réttarkrufningar.  Dánarorsök er ekki ljós en endanlega niðurstöðu er að vænta á næstu vikum.  Ekki voru ytri áverkar á hinum látnu sem skýra andlátin.  Nákvæm dánarstund liggur ekki fyrir.“

Eins og áður hefur verið getið um er ekkert sem bendir til þess að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti en lögrglan á Vestfjörðum verst allra fregna af málinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing