Ariana Grande trúlofuð eftir nokkra vikna samband

[the_ad_group id="3076"]

Söngkonan Ariana Grande er trúlofuð leikaranum og grínistanum Pete Davidson ef marka má miðla erlendis. Parið hefur aðeins verið saman í nokkrar vikur en söngkonan virðist hafa staðfest þessar sögusagnir á samfélagsmiðlum undanfarin sólarhring.

Sögusagnir um samband þeirra Grande og Davidson komust á flug í síðasta mánuði eftir að þau döðruðu við hvort annað á samfélagsmiðlum. Fyrir það höfðu þau bæði verið í samböndum sem enduðu nokkrum vikum áður en þau byrjuðu að stinga saman nefjum.

Grande var í sambandi með rapparanum Mac Miller en sagði nýlega að það hefði verið eitrað samband og henni hefði liðið eins og móður hans frekar en kærustu. Davidson, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Saturday Night Live var í sambandi með Cazzie David, dóttur grínistans Larry David.

Samband þeirra Grande og Davidson hefur aðeins staðið yfir í nokkrar vikur en þau hafa þekkst síðan árið 2016 þegar Grande var kynnir í Saturday Night Live. Þau staðfestu samband sitt á Instagram í lok maí og síðan þá hafa þau verið dugleg að sýna ást sína á hvort öðru á samfélagsmiðlum.

[the_ad_group id="3077"]

https://www.instagram.com/p/BjaMCELnB9G/?taken-by=petedavidson

Nú virðist vera sem þau séu trúlofuð og söngkonan hefur ýjað að því að það sé satt í samskiptum við aðdáendur á samfélagsmiðlum þó hvorugt þeirra hafi staðfest fregnirnar.

Einn aðdáandi spyr leikkonuna hvort hann viti ekki örugglega að hann sé líka að giftast aðdáendum hennar en hún á dyggan aðdáendahóp um allan heim

Söngkonan fullyrðir að hann viti nákvæmlega út í hvað hann sé að fara

Auglýsing

læk

Instagram