Ásmundur telur ekki ólíklegt að hann sé þingmaðurinn sem keyrði mest: „Ég keyri mjög mikið“

Auglýsing

Ásmundur Friðriksson telur ekki ólíklegt að hann sé þingmaðurinn sem fékk alls 4,6 milljónir í endurgreiddar í aksturpeninga, um 385 þúsund á krónur á mánuði, í fyrra. Þetta kemur fram á mbl.is.

Í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, kemur fram að sá þingmaður sem fékk mest endurgreitt í bensínpeninga í fyrra, um 4,6 milljónir króna, keyrði alls 47.644 kílómetra í starfi sínu á Alþingi.

Alþingi vill ekki gefa upp nafn þingmannsins og í viðtali við mbl.is segist Ásmundur ekki fylgjast með þessu en segist vera stoltur af því að vera ofarlega á blaði hvað þetta varðar.

„Ég fæ bara mánaðarlegt uppgjör. Ég legg þetta ekki saman frekar en launaseðlana mína. Ég er ekkert alveg klár á því sem ég var með á síðasta ári en ég keyri mjög mikið,“ segir hann á mbl.is.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram