today-is-a-good-day

Atli Fannar sýndi hvernig Íslendingar hegða sér í umræðum á netinu : „Allir í kommentakerfin!“

Atli Fannar Bjarkason fór að venju yfir fréttir vikunnar í þættinum Vikan með Gísla Marteini í gærkvöldi. Atli fór meðal annars yfir viðbrögð Íslendinga á Internetinu við færslu Sólveigar Auðar Hauksdóttur, hjúkrunarfræðings.

Sjá einnig: Mikill meiri­hluti hlust­enda Út­varps Sögu telur rétt hjá Birgittu Haukdal að nota orðið hjúkrunarkona

Bæði hjúkrunarfræðingar og Birgitta Haukdal, söngkona Írafár hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir að í ljós kom að hjúkrunarfræðingur var kallaður hjúkrunarkona í bókinni. Málið hófst þegar Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur birti færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi orðaval Birgittu og klæðnað umrædds kvenkyns hjúkrunarfræðings.

„Sólveig benti meðal annars á að hjúkrunarfræðingar sinntu almennt ekki starfi sínu í kjól og að orðið hjúkrunarkona væri ekki notað lengur. Loks bað hún foreldra um hjálp við að brjóta niður þessar skaðlegu staðalímynd. Skoðum hvernig Internetið brást við færslu Sólveigar,“ segir Atli.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram