today-is-a-good-day

Balenciaga selur úlpu á milljón: sjö jakkar saumaðir saman og minnir á þegar Joey fór í öll fötin hans Chandlers

Tískuhúsið Balenciaga heldur áfram að valda usla á Internetinu með furðulegum flíkum. Nýjasta útspilið er úlpa sem samanstendur af sjö skyrtum eða jökkum og er föl fyrir litla níu þúsund bandaríkjadali, eða tæpa milljón íslenskra króna.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem flíkur Balenciaga vekja athygli netverja en Nútíminn greindi frá því fyrr í sumar þegar „bolaskyrta“ frá tískuhúsinu setti Internetið á hliðina.

„Úlpan“ rúllaði út á tískupallinn á tískuvikunni í París í mars og nú er hægt að panta hana á Matches og Barney’s New York en samkvæmt Teen Vogue selst hún eins og heitar lummur og er aðeins eitt stykki eftir á lager.

Úlpan samanstendur af sjö útivistarflíkum; köflóttri flónel skyrtu, hvítri renndri hettupeysu, ullarkápu rykfrakka sem ná niður á hné, rauðum flísjakka, skíðajakka og síðast en ekki síst of stórri úlpu. Þetta er semsagt úlpa utan um marga, marga aðra jakka.

Netverjar gátu ekki setið á sér og höfðu miklar skoðanir á úlpunni

https://twitter.com/__qing/status/1034933497771765761

https://twitter.com/jrhennessy/status/1034651078346727424?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1034651078346727424%7Ctwgr%5E373939313b636f6e74726f6c&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.teenvogue.com%2Fstory%2Fbalenciaga-7-jackets-sewn-together

Úlpan þykir minna á þegar fólk á flugvöllum tekur upp á því að klæða sig í fötin til þess að sleppa við yfirvigt

Samanburðurinn við atriðið í Friends þegar Joey klæddist öllum fötum Chandlers var óumflýjanlegur

Atriðið eftirminnilega

Auglýsing

læk

Instagram