Bandarískan Crossfit kappa dreymir um símtal frá Söru Sigmunds: „Hef alltaf verið skotinn í henni”

Auglýsing

Crossfit kappinn Raymond Romanick setti inn mynd á Instagram reikning sinn í vikunni sem hefur vakið mikla athygli. Á myndinni er Raymond í bol sem er með skilaboðum til Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur Crossfit-konu þar sem hún er beðin um að hringja í hann.

Ragnheiður Sara er ein fremsta Crossfit kona í heiminum í dag. Raymond segir í spjalli við Nútímann að hann sé mikill aðdáandi Söru og annarra íslenskra Crossfit kvenna á borð við Annie Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur.

„Ég hef verið skotinn í Söru frá því að ég byrjaði að fylgjast með og stunda Crossfit” segir Raymond sem bjóst ekki við því að myndin fengi slíka athygli.

Þetta átti bara að vera létt grín en þetta hefur alveg sprungið í loft upp. Ég reiknaði aldrei með því.

Sara hefur ekki enn hringt í Raymond og hann á ekki von á því að hún sé að fara að hringja neitt á næstunni.

Auglýsing

„Nei ég á ekki von á því. Ég er ekki einu sinni búinn að hugsa neitt út í það hvað ég myndi segja ef að hún myndi hringja.”

Raymond er sjálfur öflugur í Crossfit en hann tekur nú þátt í svæðiskeppni í Bandaríkjunum fyrir Heimsleikana í Crossfit. Hann var mættur í bolnum umtalaða þegar hann keppti í gær.

Nýjasta mynd Raymond á Instagram tengist einnig íslensku Crossfit dætrunum en Katrín Tanja er með honum á myndinni. Raymond segist nú vera í fyrsta skipti að taka þátt í svæðiskeppninni og það sé gaman að hitta allar stjörnurnar.

Thanks for the quick pic @katrintanja

A post shared by Raymond (@raymondromanick) on

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram