today-is-a-good-day

Bára ætlar að eyða upptökunum við kjánalega mikla viðhöfn: „Ætti ég að panta lögregluna?“

Bára Halldórsdóttir var dæmd til þess að eyða upptökum sem hún tók af sex þingmönnum á Klaustri bar á síðasta ári. Persónuvernd varð ekki við kröfu þingmannanna um að Bára þyrfti að greiða sekt en í nýuppkveðnum úrskurði segir að Bára hafi brotið persónuverndarlög og henni hafi verið gert að eyða upptökunum. Hún er sú eina sem þarf að eyða upptökunum og hún er nú þegar farin að skipuleggja hvernig atburðurinn mun fara fram.

Sjá einnig: Kröfðust þess að Bára fengi sekt: „Kona með gigtarsjúkdóm sem reiðir sig á örorkubætur“

Hún greindi frá því á Twitter í morgun að hún ætlaði sér að eyða þeim við kjánalega mikla viðhöfn bráðlega. Hún bað fylgjendur sína um skemmtilegar hugmyndir.

„Ætti ég að panta lögregluna? Mæta dulbúinn? Lifefeeda? Panta backupdansara? ,“ skrifaði Bára.

Auglýsing

læk

Instagram