today-is-a-good-day

Klaustur bar fær nýtt nafn

Klaustur bar mun heita Aldamót. Barinn komst heldur betur í sviðsljósið árið 2018 þegar upptökur af samtali þingmanna, sem sátu þar við drykkju, voru sendar til fjölmiðla.

Uppljóstrarinn sem sendi upptökurnar kallaði sig ´Marvin´en síðar kom í ljós að þetta var kona að nafni Bára Halldórsdóttir.

Barnum var lokað fyrir nokkrum vikum vegna breytinga og blésu forsvarsmenn Klaustur til hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á staðinn.

„Við vorum með hugmyndasamkeppni hjá okkur í samstarfi við markaðsstofuna og svo var kosið um nafn; bæði með hugmyndum frá samfélagsmiðlum og frá starfsfólki,“ segir Val­garður Finn­boga­son rekstrar­stjóri í samtali við Fréttablaðið

„Við stefnum á að opna undir nýjum formerkjum þannig að fólk geti komið og séð breytingarnar. Við erum mjög spennt að sýna viðskiptavinum nýja staðinn.“

Auglýsing

læk

Instagram