Auglýsing

Safna fyrir málskostnaði Báru vegna Klaustursmálsins

Hópurinn Takk Bára hefur hafið söfnun á Karolina Fund fyrir málskostnaði Báru Halldórsdóttur vegna málaferla Klaustursþingmanna á hendur henni. Markmiðið er að safna 300 þúsund krónum.

Í tilkynningu frá hópnums segir að það sé sú upphæð sem Bára þarf sjálf að greiða vegna málsins. Það eru um 10 prósent af raunkostnaði en lögmannsstofan sem rekur málið veitti henni mikinn afslátt.

„Takk Bára hefur frá upphafi snúist um móralskan stuðning við Báru sem og mögulegan fjárhagslegan stuðning vegna kostnaðar hennar við málaferli og annað umstang sem fylgir því að standa í skotlínunni. Margt fólk hefur lýst yfir áhuga sínum á að leggja Báru lið fjárhagslega þegar þess þarf á að halda. Nú er svo komið að kostnaður Báru liggur fyrir vegna rannsóknar og úrskurðar Persónuverndar sem Klaustursþingmenn fóru fram á. Málaferlum er lokið – í bili allavega,“ segir um hópinn á vef söfnunarinnar.

Söfnunina fyr­ir Báru má nálgast með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing