Bieber ætlar ekki að slást við Cruise: „Hann myndi lúberja mig“

Auglýsing

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur dregið áskorun sína á hendur Tom Cruise til baka en Bieber skoraði á Cruise í bardaga á Twitter fyrr í vikunni.

Sjá einnig: Justin Bieber vill slást við Tom Cruise: „Ef þú tekur ekki þessari áskorun ertu hræddur“

Bieber merkti Dana White, eigenda UFC, í færsluna og þá bauðst bardagakappinn Conor McGregor til þess að halda bardagann ef Tom Cruise tæki áskoruninni. Tom Cruise svaraði þó aldrei og nú hefur Bieber greint frá því að hann hefði bara verið að bulla.

Bieber greindi frá því í viðtalið við TMZ að hann þekkti ekki Tom Cruise og að hann hefði bara verið að fíflast.

Auglýsing

„Hann er flottur. Ég sá viðtal við hann og hann var mér ofarlega í huga þegar ég skrifaði eitthvað handahófskennt bull á Twitter. Ég geri það stundum. Hann myndi örugglega lúberja mig ef við myndum slást,“ sagði Bieber.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram