Birgitta vill ekki ræða endalaust um „bús í búðir“, vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið

Auglýsing

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vill að áfengisfrumvarpið sem var lagt fram á Alþingi í gær verði sett í þjóðaratkvæðageriðslu á sama tíma og kosið verður í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári.

Þetta kemur fram í færslu Birgittu á Facebook. Kjarninn greinir frá.

Sjá einnig: Nýja áfengisfrumvarpið: Lagt til að heimilt verði að auglýsa áfengi

Níu þingmenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Pírata lögðu fram frumvarpið.

Auglýsing

Verði frumvarpið að lögum verður einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu afnumið og sala á því heimiluð í sérverslunum, í sérrýmum innan verslanna eða yfir búðarborð, allt frá og með næstu mánaðarmótum. Þá verða áfengisauglýsingar einnig heimilaðar að ákveðnu marki.

„Einbeitum okkur að því að ræða lausnir á þeirri staðreynd að fullt af fólki býr við enn þrengri kjör eftir breytingar á lögum um almannatryggingar. Þeirri staðreynd að lög um húsaleigubætur hefur skert kjör fjölda landsmanna. Þeirri staðreynd að við erum í baráttu um frekari einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Fullt af börnum fara svöng að sofa. Full af fólki hefur ekki efni á að leysa út lyfin sín,“ skrifar Birgitta.

Hún leggur til að einhver hefji undirskrifasöfnun þar sem þingmenn verðir hvattir til að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um það en alltaf skal það vera fyrsta afvegaleiðingin að ræða endalaust um sama frumvarp Sjálfstæðisflokksins um bús í búðir,“ skrifar Birgitta.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram