Birnir fær mikið lof fyrir plötuna Matador: „Gæti barnað einhvern með þessu flæði”

[the_ad_group id="3076"]

Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu, Matador, á Spotify í gær. Platan er gefin út af Les Fréres Stefson en Birnir hefur vakið mikla athygli í rappheiminum undanfarið. Íslendingar hafa brugðist vel við plötunni á samfélagsmiðlum.

Platan inniheldur níu lög og fær Birnir aðstoð frá góðum gestum á borð við Flóna, Bleache, Joey Christ, Unnstein Manúel og GDRN. Arnar Ingi Ingason eða Young Nazareth sér um lagaútsetningu og hljóðvinnslu með aðstoð frá Marteini Hjartarsyni sem sér um vinnslu á einhverjum lögum.

Birnir hélt hlustunarpartý í gamallri harðfiskverksmiðju í nágrenni við Krísuvík áður en hann gaf plötuna út og fyllti tvær rútur af fólki sem þangað mætti.

Sjá einnig: Flóni, Birnir og Joey Christ skemmta sér vel í nýju myndbandi við lagið OMG

[the_ad_group id="3077"]

Um það bil 100 manns voru á svæðinu og var platan spiluð tvisvar sinnum við góðar undirtektir. Eftir að platan kom svo á Spotify hafa Íslendingar keppst um að lofa hana. Jóhann Kristófer eða Joey Christ, kollegi Birnis segir plötuna vera eina sá allra sterkustu sem hefur komið út í rappbransanum á Íslandi.

„Eftir langa bið er Matador, fyrsta plata Birnis loksins komin í loftið. Þetta er að mínu mati ein sú allra sterkasta rappplata sem gefin hefur verið út hér á landi frá færasta og næmasta rappara landsins. Einnig verð ég að nefna Arnar Inga sem nær áður óséðum hæðum í útsetningum og hljóðvinnslu í íslensku rappi og það hefur verið heiður að fá að fylgjast með þeim vinum vinna þessa plötu. Til hamingju allir sem að komu og til hamingju Ísland!“ skrifar Jóhann Kristófer á Facebook síðu sína.

Þá hafa Íslendingar á Twitter hrósað Birni

https://twitter.com/helgisaemundur/status/1031307422449770497

Auglýsing

læk

Instagram