Bjarni Ben tjáir sig um uppþvottaburstamálið: „Dálítið fyndið en ekki móðgun“

Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tjáði sig um uppþvottaburstamálið mikla á Twitter í dag. Hann segir það mikilvægt að sinna öryggiseftirliti á alþjóðaflugvell og að sjá mann með uppþvottabursta í stað hljóðnema sé dálítið fyndið en ekki móðgun.

Sjá einnig: Örskýring: Hvers vegna eru Tyrkir brjálaðir út af uppþvottabursta?

Tyrkneska landsliðið í fótbolta lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi en liðið mætir því íslenska í undankeppni Evrópumeistaramótsins á morgun. Tyrkirnir kvörtuðu yfir óþarflega mikilli öryggisgæslu og vegabréfaeftirliti ásamt því að allt varð brjálað vegna blaðamanns sem notaði uppþvottabursta í stað hljóðnema þegar hann tók viðtal við fyrirliða liðsins.

„Ég reiðist ekki þegar erlent tungumál er þýtt á ensku í stað íslensku. Fótbolti snýst um gleði og skemmtun. Áfram Ísland!“ segir Bjarni.

Auglýsing

Sjá einnig: Segir fullyrðingar Tyrkja um biðina á flugvellinum stórlega ýktar: „Virðist ekki hafa verið óeðlilegt“

Tyrkir hafa herjað á Íslendinga á samfélagsmiðlum og þúsundir skilaboða hafa borist íþróttafréttamönnum og öðrum. Tyrkirnir eru þegar farnir að bregðast við tísti Bjarna og senda honum misskemmtileg skilaboð í gegnum Twitter.

Sjá einnig: Íslendingar á Twitter tjá sig um uppþvottaburstamálið: „Verður varla leyst nema í næstu Eurovision-keppni“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram