Tyrkneskir tölvuþrjótar taka ábyrgð á netárásinni sem Isavia varð fyrir

Auglýsing

Heimasíða Isavia varð fyrir netárásum í gær en svo virðist sem að tyrkneski hakkarahópurinn, Anka Neferler Tim, beri ábyrgð á árásunum. Tyrkneski fjölmiðillinn Yeni akit segir að árásirnar séu gerðar í hefndarskyni fyrir móttökurnar sem tyrknseska karlalandsliðið í fótbolta fékk á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sjá einnig: Örskýring: Hvers vegna eru Tyrkir brjálaðir út af uppþvottabursta?

Á vef Yeni akit segir að síða Isavia hafi legið niðri í nokkrar klukkustundir í gær vegna árásanna. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um svokallaða ddos árás hafi verið að ræða þar sem framkölluð er umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda.

Vefur fréttaritsins Sunnlenska varð einnig fyrir árásum en Guðmundur Karl Sigurdórsson, ritstjóri Sunnlenska, greindi frá því á Twitter síðu sinni. Ekki er víst um að sömu aðilar hafi verið þar að verki.

Auglýsing

https://twitter.com/ankaneferler/status/1138083413775310848

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram