Björn Ingi gengur til liðs við nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs

Björn Ingi Hrafnsson hefur gengið til liðs við nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þetta segir Björn Ingi í færslu á Facebook-síðu sinni.

Sigmundur Davíð gekk á dögunum úr Framsóknarflokknum og lýsti yfir að hann ætlaði að stofna nýjan flokk. Líklegt er að flokkurinn fá nafnið Miðflokkurinn. Skömmu áður hafði Björn Ingi boðað stofnun á Samvinnuflokknum og lýst yfir að hann myndi bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi Alþingiskorningum.

Flestir bjuggust við að Sigmundur Davíð og Björn Ingi myndu sameina krafta sína og nú er það ljóst. „Fremur en að dreifa kröftum framfarasinnaðs fólks tel ég mikilvægt að sameina það með samvinnu að leiðarljósi,“ segir Björn Ingi á Facebook.

„Samvinnufólk ætlar því glaðbeitt að ganga til liðs við nýja miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs — því það er verk að vinna og skammur tími til stefnu.“

Auglýsing

læk

Instagram