Auglýsing

Black Eyed Peas gefa út nýtt lag og myndband með Snoop Dogg í aðdraganda Secret Solstice

Bandaríska Hip-Hop sveitin Black Eyed Peas hefur sent frá sér nýtt lag og myndband. Lagið ber titilinn Be Nice og eins og sjá má kemur rapparinn Snoop Dogg við sögu í laginu. Sveitin er ein þeirra sem treður upp í Laugardalnum í júní þegar Secret Solstice hátíðin fer fram.

Sjá einnig: MTV fjallar um Secret Solstice og gefur miða á hátíðina

Lagið er samið af lagahöfundinum Adam Friedman en útgáfa Black Eyed Peas hefur ekki fallið vel í kramið hjá aðdáendum hans. Adam Friedman en hann flutti lagið í bandaríska raunveruleikaþættinum Songland sem fór í loftið 28. maí síðastliðinn.

Ekki eru allir sáttir með útgáfu Black Eyed Peas á laginu. Í athugasemdakerfi Youtube, sem og á Twitter, hafa margir lýst því yfir að upprunalega útgáfa lagsins sé betri. Hér að neðan eru báðar útgáfur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing