Bónus hættir með plastburðarpoka og gefur viðskiptavinum 100 þúsund fjölnota burðarpoka án endurgjalds

Bónus hefur hætt sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum um allt land. Þetta kemur fram á Facebook síðu verslunarinnar í dag en ákveðið hefur verið að bjóða frekar upp á lífniðurbrjótanlega burðarpoka sem leysa plastpokann af hólmi.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus segir að unnið hafi verið að því að hætta með plastburðarpoka í um eitt og hálft ár í samtali við Vísi.is í dag. Ákvörðunin hafi verið tekin af umhverfissjónarmiðum.

Nýir niðurbrjótanlegir pokar sem standast kröfur neytenda, til dæmis varðandi styrk, leysa plastpokann af hólmi en Guðmundur hvetur fólk þó til þess að nýta sér fjölnotapoka áfram frekar en einnota burðarpoka.

Bónus mun á næstu dögum gefa viðskiptavinum 100 þúsund fjölnota burðarpoka án endurgjalds. Í færslu Bónus segir að ákvörðunin muni hafa í för með sér minni plastnotkun og minni mengun en alls eru 32 Bónusverslanir á landinu.

Auglýsing

læk

Instagram