Íslandi vann England í ótrúlegum leik í 16 liða úrslitum á EM í Frakklandi í dag. Bresku fjölmiðlarnir eru ekki sáttir við liðið sitt. Nútíminn tók saman brot af því besta af fyrstu viðbrögðum úr stóru miðlunum.
Njótið!
Á vef dagblaðsins The Guardian er talað um niðurlægingu.
Sömu sögu er að segja hjá Daily Mail
Þar er áhersla lögð á vonbrigði stuðningsfólks og eiginkvenna leikmanna, sem eru sagðar orðlausar.
Roy Hodgson er hættur samkvæmt Telegraph, sem talar einnig um niðurlægingu
The Mirror segir einnig frá því á forsíðu að Roy Hodgson sé hættur í kjölfar leiksins
Breska ríkisútvarpið BBC talar um verstu niðurlægingu enska liðsins frá því að það datt út á móti Bandaríkjunum á HM í Brasilíu árið 1950
Ísland mætir Frakklandi í París á sunnudaginn. Og við getum ekki beðið.
Við verðum að láta þessi tíst frá fjölmiðlamanninum Piers Morgan fylgja með. Þetta birti hann á meðan leik stóð
I can cope with Brexit.
I can cope with UK breaking up.
I CAN'T COPE WITH LOSING TO BLOODY ICELAND.— Piers Morgan (@piersmorgan) June 27, 2016
Og þetta kom svo eftir leik
Worst performance in the history of English football.
— Piers Morgan (@piersmorgan) June 27, 2016
Og Gary Lineker sparaði ekki stóru orðin
The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.
— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016