Bróðir Elizu Reid sagður næsti stóri rithöfundur Kanada

Auglýsing

Iain Reid, yngri bróðir forsetafrúarinnar Elizu Reid, er í stóru viðtali við kanadíska fjölmiðilinn Vice þar sem hann er sagður næsti stóri rithöfundur Kanada og líkt við Stephen King.

Iain hefur vakið mikla athygli sem rithöfundur undanfarin ár en hann hefur gefið út tvær æviminningar árin 2010 og 2013 og síðan skáldsöguna „I’m Thinking of Ending Things“ árið 2016 sem skaust upp á metsölulista um allan heim. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar á árinu undir heitinu „Ég er að spá í að slútta þessu.“

Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Charlie Kaufman vinnur nú að því að gera kvikmynd byggða á bókinni fyrir streymisveituna Netflix og Iain seldi kvikmyndaréttinn að annarri skáldsögu sinni „Foe“ áður en hún kom út.

Iain fer yfir víðan völl í viðtalinu og ræðir meðal annars um nýju bókina sína, bróður sinn sem vinnur hjá geimferðastofnuninni NASA, körfubolta, rokktónlist, samanburðinn við Stephen King og systur sína og manninn hennar, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands.

Auglýsing

Iain fer fögrum orðum um forsetahjónin og segir Guðna hugulsaman, kláran og vel lesinn. „Ég gæti ekki hugsað mér betri manneskju en Guðna til að gegna forsetaembættinu,“ segir Iain að lokum.

Hægt er að lesa viðtalið við Iain Reid í heild sinni hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram