Bubbi og RÚV dæmd til að greiða Steinari Berg miskabætur í meiðyrðamáli

Auglýsing

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. til að greiða Steinari Berg Ísleifssyni samtals 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem Bubbi lét falla í sjónvarpsþáttaröðinni Popp- og rokksaga Íslands. Auk þess þurfa Bubbi og RÚV bæði að greiða tvær milljónir í málskostnað að því er kemur fram í frétt á vef Vísis.

Sjá einnig: Bubbi Morthens stendur við ummæli sín: „Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér“

Bubbi lét ummælin falla í sjöunda þætti Popp- og rokksögu Íslands sem sýndir voru á RÚV. Þar sagði hann að Steinar hefði „mokgrætt“ á honum og hljómsveit hann Egó en útgáfufyrirtækið Steinar hf. gaf út plötur hljómsveitarinnar.

Ummælin voru dæmd dauð og ómerk sem og ummæli sem Bubbi lét falla á Facebook 14. og 15. mars árið 2016 og ummæli í tveimur viðtölum við Mbl og Vísi þann 17. ágúst 2016.

Auglýsing

Steinar Berg fór einnig fram á að Bubbi yrði dæmdur til refsingar en dómurinn félst ekki á þá kröfu. Bæði Bubbi og RÚV fóru fram á sýknu í málinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram