Bubbi tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn: „Búinn að skila honum skömminni“

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens yrkir um kynferðislega misnotkun sem hann varð fyrir sem barn í nýútkominni ljóðabók sinni. Í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Fréttablaðinu í dag ræðir hann atvikið sem hann segir hafa breytt lífi sínu.

Í viðtalinu fer Bubbi um víðan völl en hann segir mikilvægt að finna lausn við áföllum eins og þessum.„Það er hægt að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Með því móti brýtur maður hlekki og verður frjáls. Það er aldrei of seint. Lífið er of merkilegt og dásamlegt til þess að maður gefi því ekki öll möguleg tækifæri og leggi sig fram við að finna kjarnann sinn og lifa í heiðarleika gagnvart sjálfum sér,“ segir Bubbi.

Í viðtalinu segir Bubbi frá því að hann hafi skilað skömminni. „Nafn hans skiptir í rauninni ekki máli eða hvaðan hann kom. Hins vegar breytti þetta lífi mínu og það svo sterklega að í rauninni var ég aldrei einn. Ég er hins vegar búinn að skila honum skömminni,“ segir Bubbi.

Viðtalið við Bubba má lesa í heild sinni hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram