Auglýsing

Caitlyn Jenner sér eftir því að hafa stutt Trump: „Hélt að hann myndi hjálpa transfólki“

Caitlyn Jenner segist sjá eftir því að hafa stutt Donald Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna fyrir tveimur árum. Washington Post birti í dag grein eftir Jenner sem segir að hún hafi haft rangt fyrir sér varðandi stuðning Trumps við réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum.

Jenner segir að Trump hafi ekki staðið við orð sín um að standa vörð um réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Hún segir forsetann standa í stöðugum árásum gegn transfólki og sakar hann um að hafa notað transfólk sem peð í pólitískri refskák sinni.

„Því miður hafði ég rangt fyrir mér. Ég stuð ekki Trump, ég verð að læra af mistökum mínum og líta fram á veginn,“ segir Jenner.

Í greininni segir Jenner að áform heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um ákveðin lög sem segja að kyn manna verði einungis tvö og verði ákvörðuð út frá þeim kynfærum sem fólk fæðist með vera enn eina árás bandarískra stjórnvalda á réttindi transfólks.

Hún fordæmir einnig ákvörðun Trumps um að banna transfólk í hernum og gagnrýnir hann fyrir að afturkalla reglugerðir Baracks Obama um öryggi transfólks í bandarískum skólum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing