Carson Kressley spenntur fyrir nýju lagi Daða Freys: „Ég ætla að hlusta og þið ættuð að gera það líka“

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr gaf út nýtt lag í dag. Lagið var kynnt með rosalegum hætti en sjónvarpsstjarnan Carson Kressley úr upprunalegu Queer Eye For The Straight Guy þáttunum tilkynnti útgáfu lagsins á Facebook.

Sjá einnig: Daði Freyr með skemmtilega ábreiðu af Old Town Road 

„Guð minn góður krakkar, ég var bara að heyra að Daði Freyr hefði verið að gefa út nýtt lag. Ég ætla að hlusta og þið ættuð að gera það líka,“ segir Kressley.

Lagið heitir Ég er að fíla mig (langar ekki að hvíla mig) og er nú aðgengilegt á öllum helstu streymiveitum. Daði Freyr hefur verið iðinn við kolann í sumar en hann sendi frá sér plötu í júní.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram