Daði Freyr og Berglind stýra nýjum þáttum á RÚV

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson og leikkonan Berglind Alda Ástþórsdóttir stýra saman sjónvarpsþættinum Verksmiðjan sem sýndur verður á RÚV í vor.

Í þáttunum er þátttakendum í Verksmiðjunni fylgt eftir. Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks á aldrinum 13 til 16 ára þar sem hugmyndir þeirra og uppfinningar verða að veruleika.

Daði Freyr mun þá einnig taka þátt í Verksmiðjunni og þróa hljóðfæri í samstarfi við Fab Lab smiðjur víða um land.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram